top of page

Fréttir​

Staðgreiðsla 2021

Skatthlutfall í staðgreiðslu

Skatthlutfall í staðgreiðslu er

  • 31.45% af tekjum 0 - 349.018 kr.

  • 37,95% af tekjum yfir kr. 349.019 - 979.847

  • 46,25% f tekjum yfir 979.847 kr.

Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 2006 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er 609.509 kr. á ári, eða 50.792 kr. á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2021.

 

Tryggingagjald er 6,10%

Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði

Eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds.  Endurgreiðsluhlutfall er 60%. Á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2021 er endurgreiðsluhlutfall þó 100% auk þess sem endurgreiðsluheimild hefur verið útvíkkuð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá.

Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið VSK-númer) á þeim tíma þegar vinnan er innt af hendi. Kaupandi þjónustunnar getur gengið úr skugga um hvort aðili er með opið VSK-númer með því að fletta upp kennitölu hans eða nafni.

bottom of page